Rithöfundar í heimsókn
Á aðventunni hafa nokkrir rithöfundar komið í heimsókn Hofsstaðaskóla og lesið upp úr bókum sínum. Eva Rún Þorgeirsdóttir las upp úr bókinni sinni Stúfur fer í sumarfrí fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Bjarni Fritzson las upp úr bókunum sínum sinni Salka – Tímaflakkið og Orri óstöðvandi – Draumur Möggu Messi fyrir nemendur í 3. – 6. bekk. Sævar Helgi Bragason stundum kallaður Stjörnu-Sævar las upp úr bókunum sínum Sólkerfið og Umhverfið fyrir nemendur í 4. og 5. bekk. Gunnar Helgason las upp úr bókinni sinni Bannað að ljúga fyrir nemendur í 6. og 7. bekk.
Einnig kom Sigríður Hagalín Björnsdóttir og las upp úr bókinni sinni Hamingja þessa heims fyrir starfsmenn skólans.
Í skólanum er unnið að því að efla lestraráhugahvöt nemenda og heimsóknir rithöfunda er ein leiðin til þess. Vonandi verða nemendur duglegir að lesa í jólafríinu sér til gagns og gamans.
Hér eru nokkrar myndir