Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl 31. janúar

30.01.2023
Nemenda- og foreldrasamtöl 31. janúar

Þriðjudaginn 31. janúar eru nemenda- og foreldrasamtöl í Grunnskólum Garðabæjar. Kennsla fellur niður og koma nemendur ásamt foreldrum/aðstandendum sínum í samtal við umsjónarkennara. Rætt verður um námslega og félagslega stöðu nemenda, líðan þeirra og velferð í skólanum. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru líka til staðar og tilbúnir í samtal. 

Óskilamunir nemenda frá skólaárinu hafa verið lagðir á borð í miðrýminu og biðjum við alla um að koma við þar og skoða hvort ekki rati eitthvað til baka heim og það sem þar liggur verði að skilamunum. 

Frístundaheimilið Regnboginn er opinn fyrir þau börn sem búið er að skrá þar. 

Um leið og við sendum bestu kveðjur vonum við að samtölin verði bæði gagnleg og ánægjuleg. Góðar stundir. 
Stjórnendur

Til baka
English
Hafðu samband