Skóladagatal næsta skólaár 2023-2024
Skóladagatal leik- og grunnskóla skólaárið 2023-2024 var samþykkt í bæjarráði Garðabæjar í dag 21. mars.
Skólasetning verður miðvikudaginn 23. ágúst. Jólaleyfi verður frá 21. desember til og með 2. janúar 2024. Vetrarleyfi verður 19. til 23. febrúar og páskaleyfi 25. – 27. mars.
Skipulagsdagar eru þeir sömu í bæði leik- og grunnskólum og eru eftirfarandi: 25. september, 27. október, 17. janúar og 21. maí. Skólaslit vorið 2024 verða föstudaginn 7. júní. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Sérstök sumaropnun í frístundaheimilinu Regnboganum fyrir börn í 1. bekk verður frá 14. til 22. ágúst. Frístundaheimilið opnar fyrir nemendur í 1. – 4. bekk fimmtudaginn 24. ágúst. Það er opið í jóla-, vetrar og páskaleyfi og á skipulagsdögum nema í október.
Skráning í frístundaheimilið er opin á þjónustuvef Garðabæjar. Skráning í sumaropnun 1. bekkinga verður auglýst fljótlega.
Mikilvægt er að tilkynna skólanum eins fljótt og hægt er ef breytingar verða á skólavist nemenda næsta haust. Við skipulag skólastarfs skiptir miklu máli að vita sem nákvæmastan nemendafjölda.
Hér má nálgast skóladagatalið 2023-2024