GREASE sýning kórs Hofsstaðaskóla
Föstudaginn 24. mars var nemendum yngri deildar boðið á GREASE-sýningu kórs Hofsstaðaskóla en sýningin fór fram í sal skólans. Foreldrum kórmeðlima var einnig boðið þannig að úr varð flottur hópur áhorfenda. Æfingar hafa staðið yfir í nokkurn tíma hjá kórnum og lögðu allir hart að sér við undirbúninginn. Sýningin tókst frábærlega og skemmtu allir sér hið besta á þessari flottu sýningu. Til hamingju Unnur og meðlimir kórs Hofsstaðaskóla!
Það er ánægjulegt að fá aftur líf og fjör í húsið eftir langt covid tímabil og geta sett upp sýningar sem bekkir sjá um eða atburði af öðrum toga. Einnig hafa nemendur komið saman reglulega í samsöng í salnum.
Á myndasíðu skólans er hægt að skoða myndir frá GREASE sýningunni og undirbúningnum fyrir sýninguna