Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslu- og kynningarfundur fyrir foreldra í 1. og 2. bekk Hofsstaðaskóla

31.08.2023
Fræðslu- og kynningarfundur fyrir foreldra í 1. og 2. bekk Hofsstaðaskóla

Fræðslu- og kynningarfundur fyrir foreldra í 1. og 2. bekk Hofsstaðaskóla þriðjudaginn 5. sept. kl. 17:00-18:30 í sal skólans

Í grunnskóla er lögð áhersla á að öllum börnum líði vel, og að samvinna á milli heimila og skóla sé sem best. Vanda Sigurgeirsdóttir hjá KVAN fjallar um mikilvæga þætti er stuðla að jákvæðum bekkjaranda, góðum samskiptum og sterku og góðu foreldrasamstarfi.
Vinsamlegast staðfestið mætingu annars eða beggja foreldra á fundinn með því að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is. Gert verður stutt hlé á dagskránni og fundarmönnum boðið upp á hressingu.
Bestu kveðjur,
Stjórnendur Hofsstaðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband