Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vífilsstaðavatn-vettvangsferð

17.10.2023
Vífilsstaðavatn-vettvangsferð

Sjöundi bekkur fór í vikunni 3. -6. október að Vífilstaðavatni þar sem Bjarni fiskifræðingur tók á móti hópnum og fræddi hann um lífríki vatnsins. Nemendur fengu að veiða fisk í læknum og svo gengum við í kringum vatnið og nutum umhverfisins. Næsta dag fengu nemendur að kryfja fiskana og skoða innyfli þeirra. Þeir skoðuðu einnig sýni úr vatninu í smásjá og sáu ýmis smádýr sem þar lifa. Nemendur gerðu svo skýrslu um ferðina og úrvinnsluna og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, þá voru þeir hinir vísindalegustu í allri hegðun. Þetta verkefni er fastur liður hjá 7. bekk í Hofsstaðaskóla og er alltaf jafn skemmtilegt og fræðandi.

Kíkið á myndir í myndasafni 7.bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband