Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnumorgun í húsdýragarðinum

08.12.2023
Vinnumorgun í húsdýragarðinum

Hefð er fyrir því að 6. bekkingar í Hofsstaðaskóla fari á vinnumorgun í Húsdýragarðinum. Þar er nemendum skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn tekur að sér hestana og fjárhúsið, annar sinnir svínum og fjósi og sá þriðji refum og hreindýrum. Krakkarnir sinna almennri umhirðu dýranna, hreinsa undan þeim, kemba og gefa að borða. Dagurinn er svo kláraður með því að hver hópur fyrir sig tekur saman kynningu þar sem starf dagsins er kynnt fyrir hinum hópunum. 6. SGE fylgdi hefðinni og heimsótti Húsdýragarðinn í desember og stóð sig vel í sínum störfum. Ferðin tókst einstaklega vel og fóru allir glaðir heim. Skoða má myndir frá heimsókninni á myndasíðu árgangsins

Til baka
English
Hafðu samband