Bolludagur og bræður hans
07.02.2024
Í næstu viku er margt skemmtilegt á dagskrá í skólanum. Mánudagurinn 12.2. er bolludagur og þá mega nemendur koma með rjómabollur í nesti. Á sprengidaginn er ,eins og venja er, saltkjöt og baunir í matinn hjá Skólamat.Á miðvikudag 14.2. öskudaginn er skóladagur nemenda skertur sem þýðir að honum lýkur fyrr en venja er eða kl. 12.15. Nemendur mæta til umsjónarkennara í umsjónarstofu kl. 8.30. Á milli kl. 8.40 og 11.45 er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, grímugerð, andlitsmálun, spil, bókafjör, dans, hreyfingu og draugahús sem foreldrafélagið sér um. Nemendur mega mæta í búningum. Vopn sem eru fylgihlutir við búninga geta fylgt með en ekki er leyfilegt að beita þeim í leik. Náttföt og kósígalli eiga líka við. Skóladeginum lýkur á hádegisverði sem er borinn fram í bekkjarstofum. Í matinn er samlokar, safi og banani.
Frístundaheimilið Regnboginn er opið frá kl. 12.15. og eru foreldrar beðnir um að láta vita ef þeir ætla ekki að nýta dvölina þar!
Að lokum má geta þess að það styttist í vetrarleyfi grunnskóla sem eru vikuna 19. til 23. 2. Þá fellur öll kennsla niður. Regnboginn er opinn þá viku og þarf að skrá börnin sérstaklega þar.
Við vonum að viðburðirnir framundan og vetrarleyfið verði ánægjulegir fyrir alla.