Skóladagatal næstu tveggja ára
07.03.2024
Skóladagatal leik- og grunnskóla næstu tveggja skólaára hafa verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn.Skólaárið 2024-2025 er skólasetning 22. ágúst. Jólaleyfi er frá 23. desember til 2. janúar 2025. Vetrarleyfi er frá 17. til 21. febrúar 2025. Skólaslit verða 6. júní 2025.
Nánar er hægt að skoða dagatalið hér.
Skólaárið 2025-2026 er skólasetning 22. ágúst. Jólaleyfi er frá 22. desember til 2. janúar 2026. Vetrarleyfi er frá 23. til 27. febrúar 2026. Skólaslit verða 10. júní 2026.
Nánar er hægt að skoða dagatalið hér.
Bláir dagar eru skipulagsdagar kennara utan starfstíma skóla. Rauðir dagar eru skipulagsdagar á starfstíma skóla og þá daga fellur kennsla niður. Gulir dagar eru skertir nemendadagar og þá daga lýkur skólastarfi fyrr en aðra daga. Í byrjun júní verður birt nánari útfærsla á skóladagatali Hofsstaðaskóla.