Rýmingaræfing
Mánudaginn 6. maí var rýmingaræfing í Hofsstaðaskóla. Allir nemendur skólans fengu kynningu á viðbrögðum ef rýma þyrfti skólann t.d. vegna bruna. Nemendur æfðu sitt hlutverk og lærðu flóttaleiðir. Lögð var rík áhersla á að halda ró sinni og fylgja fyrirmælum.
Til þess að hefja rýminguna var kveikt á brunaboða og skrifstofustjóri sendi tölvupóst um að rýma skuli skólahúsið.
Unnið varer eftir rýmingaráætlun og söfnuðust allir, bæði nemendur og starfsmenn, saman á battavellinum eftir ákveðnu skipulagi. Þeir sem voru í smiðjum og öðrum tímum fóru þar í umsjónarhópinn sinn.
Á battavelli varfarið yfir hópana og ef allir voru komnir á sinn stað var grænu spjaldi haldið á loft og ef ekki þá var spjaldið rautt og stjórnendur könnuðu hvar þeir voru staddir sem vantaði.
Þegar búið var að fara yfir mætingu allra starfsmanna og nemenda var farið inn aftur. Æfingin gekk ljómandi vel og tók einungis örfáar mínútur þar til allir voru komnir út og á battavöllinn. Nemendur stóðu sig afar vel og allt gekk eins og í sögu. Í kjölfar æfingarinnar er rýmingaráætlunin uppfærð og birt á vef skólans undir áætlanir og verklag.