Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit vorið 2024

23.05.2024
Skólaslit vorið 2024
Skólaslit verða í Hofsstaðaskóla föstudaginn 7. júní. Nemendur mæta í stutta samveru á sal og fara síðan í bekkjarstofur með umsjónarkennurum. Forráðamenn eru velkomnir með á skólaslitin.
Hentugt er að koma gangandi í skólann þennan dag ef kostur er eða nota bílastæðin við FG þar sem er nóg pláss.

Minnum á að fara vel yfir heima hvort þar séu bækur af bókasafni skólans eða námsbækur og koma með þær í skólann. Enn vantar mikið af bókum!

Starfsfólk og stjórnendur skólans þakka fyrir samstarfið á skólaárinu sem er að líða og senda bestu kveðjur um ánægjulegt sumarleyfi.
Skólastarf hefst að nýju með skólasetningu fimmtudaginn 22. ágúst. Skóladagatal næsta árs er að finna hér á vefsíðu skólans undir Skólinn/Skóladagatal.

Skólaslit - tímasetningar

Kl. 9.00      1. og 2. bekkur
Kl. 9.30      3. og 4. bekkur
Kl. 10.00    5. og 6. bekkur
Kl. 11.00    7. bekkur

Til baka
English
Hafðu samband