Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sterkt foreldranet

20.06.2024
Sterkt foreldranetKæru foreldrar og forráðafólk,
Stjórn foreldrafélagsins þakkar ykkur fyrir gott samstarf á liðnu skólaári um leið og við óskum ykkur góðrar og nærandi samveru með börnunum í sumar. Viðburðir á vegum foreldrafélagsins tókust vel til og þökkum við ykkur fyrir góða þátttöku.

Bingó bingó
Páskabingó var haldið í mars og heppnaðist það einstaklega vel. Við viljum þakka þeim foreldrum sem hjálpuðu okkur að afla vinninga en án ykkar aðstoðar hefði bingó-ið ekki verið jafn vel heppnað og raunin var. Einnig viljum við þakka þeim bekkjarfulltrúum sem aðstoðuðu við undirbúning, sölu og frágang fyrir aðstoðina en það er ávallt þannig að margar hendur vinna létt verk 😊

Styrkur
Foreldrafélagið ætlar að styrkja skólann um 500.000 kr. fyrir kaup á Lego Spike Prime búnaði. Skólinn fékk styrk í fyrra úr þróunarsjóði grunnskólana fyrir að taka upp kennslu á Lego Spike Prime en fékk ekki styrk til kaupa á búnaðinum.

BMX bræður á vorhátíð Hofsstaðaskóla
Foreldrafélagið bauð upp á skemmtiatriði á vorhátíð Hofsstaðaskóla þegar BMX bræður mættu og sýndu listir sínar. Þeir náðu vel til barnanna og vöktu mikla lukku.

Sterkt foreldranet
Það er ánægjulegt að sjá hvað foreldrastarfið í Hofsstaðaskóla er í mikilli sókn. Stjórn foreldrafélagsins hefur verið mjög vel mönnuð síðast liðin ár og einnig gekk vel að manna stöður bekkjarfulltrúa. Það vill samt oft verða þannig að sömu duglegu og kraftmiklu foreldrarnir / forráðafólkið taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og því við viljum hvetja alla til að taka þátt í foreldrastarfinu einhvern tímann á skólagöngu barnsins. Þátttaka í foreldrastarfinu er gefandi og skemmtilegt starf sérstaklega þegar allir taka höndum saman.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband