Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Listin að vera leiðinlegt foreldri"

09.10.2024
"Listin að vera leiðinlegt foreldri"

Peppfundur fyrir foreldra verður haldinn þriðjudaginn 15. október kl. 20.00 í sal Hofsstaðaskóla.
Dagskrá:
Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla
Kynning á dagskrá vetrarins
Fræðsluerindi Ársæls Más Arnarsonar "Listin að vera leiðinlegt foreldri"

Ársæll Már er prófessor við HÍ og hefur haldið vinsæl námskeið og fyrirlestra þar sem hann fjallar m.a. um foreldrahlutverkið. Hér er stutt tilvitnun í Ársæl úr viðtali á Vísi nýlega.

„Bæði að barnið mitt hafi félagslega færni þegar það kemur út í lífið og líka að það viti hvernig maður eigi að takast á við það þegar fólk er ósanngjarnt og leiðinlegt við mann. Það er ekki þér endilega að kenna, það kannski liggur hjá einstaklingnum. Þetta er alltaf þessi dans, þú vilt gera eitthvað fyrir aðra, vilt þjóna öðrum að einhverju leyti en þú þarft líka að standa klár á þér sem einstakling og virða þín mörk.“

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband