Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Netumferðarskólinn

13.10.2024
NetumferðarskólinnÞann 1. október fengu nemendur í 4. bekk heimsókn frá Netumferðarskólanum. Netumferðarskólinn er fræðsla sem miðar að því að fræða um netöryggi barna í stafrænni tilveru, persónuvernd og miðlalæsi.
Skúli Bragi frá Netumferðarskólanum fræddi nemendur um stafrænt fótspor, algóritma og samskipti á netinu. Hann ræddi meðal annars um mikilvægi þessa að beita gagnrýnni hugsun á efni og upplýsingar af netinu. Einnig var farið yfir reglur varðandi myndbirtingar og aldurstakmörk á hinum ýmsu miðlum. Fræðslan var blanda af fyrirlestri, hópverkefnum og samtali við börnin. Krakkarnir hlustuðu af athygli og tóku virkan þátt. Við þökkum Netumferðarskólanum kærlega fyrir komuna.
Til baka
English
Hafðu samband