Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur mannréttinda barna

20.11.2024
Dagur mannréttinda barna

Í dag 20. nóvember er Degi mannréttinda barna fagnað víða um heim þann. Barnaheill hefur umsjón með dagskrá dagsins hér á landi og í ár er sjónum beint að börnum sem hafa verið neydd til þess að flýja heimili sitt og réttindum þeirra. Útbúið hefur verið stutt myndband þar sem rætt er við börn frá Grindavík, Úkraínu og Palestínu sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Auk þeirra er rætt við sérfræðing í fjölmenningarmálum. Myndbandinu er ætlað að gefa innsýn í hvernig börnunum líður, hvers þau sakna og hverjir framtíðardraumar þeirra eru.

Myndbandinu fylgir verkefni sem er ætlað að fá börn til að íhuga stöðu og réttindi þessara barna og setja sig í spor þeirra. Markmiðið með myndbandinu er að vekja athygli á því áfalli sem það er að missa heimili sitt og mikilvægi þess að hlúa vel að þessum hópi barna. Öll getum við gert eitt, en hvað þarf að gera betur?

Hér er hlekkur á myndbandið https://barnaheill.is/dagur-mannrettinda-barna/

 

 

Til baka
English
Hafðu samband