Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðbragðsáætlanir vegna óveðurs

21.01.2025
Viðbragðsáætlanir vegna óveðurs

Þrátt fyrir að veðurguðirninr fari frekar mildilega með okkur hér á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana er ástæða til þess að minna á viðbragðsáætlanir og hlutverk forráðafólks annars vegar og skólans hins vegar ef út af bregður og veður breytist til hins verra.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. röskun á skólastarfi út frá litaviðvörunarkefi Veðurstofunnar. Leiðbeiningarnar hafa verið hannaðar með myndrænum hætti sérstaklega fyrir foreldra/forráðafólk annars vegar, og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi hins vegar, til þess að vekja til vitundar um hlutverk þeirra þegar veðurviðvaranir eru sendar út sem geta raskað skólastarfi.
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á íslensku, ensku og pólsku á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Aðaláherslan er á að foreldrar meta í hverju tilviki hvort þeir vilja halda börnunum heima en verða þá að tilkynna það sem leyfisbeiðni til skólans. Einnig er áhersla á að skólarnir sjái til þess að það verði alltaf einhver starfsmaður í skólunum til að taka á móti þeim sem mæta þrátt fyrir að senda hafi verið út tilkynning um að skólahald falli niður.

Undir Öryggi nemenda/Óveður á vef skólans má finna krækju á vef almannavarna með öllum ofangreindum upplýsingum. 


Til baka
English
Hafðu samband