Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Appelsínugul viðvörun næstu tvo daga

04.02.2025
Appelsínugul viðvörun næstu tvo dagaAppelsínugul veðurviðvörun verður í gildi í næstu tvo daga.Við hvetjum foreldra grunnskólabarna til að fylgjast sérstaklega vel með fréttum af veðri.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið vegna mikils hvassveðurs sem spáð er fyrir um næstu tvo daga.

Mikilvægt er að foreldrar og forráðafólk grunnskólabarna í Garðabæ fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Vefur Veðurstofu Íslands.

Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti. Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.

Hér má finna leiðbeiningar til forráðafólks ef röskun verðurá skóla- og frístundastarfi vegna óveðurs.

Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema tilkynnt sé um það sérstaklega, þannig að mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum.

Til baka
English
Hafðu samband