05.01.2009
Gleðilegt nýtt ár!
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir gott samstarf á liðnu ári viljum við vekja athygli á skólastarfið hefst að fullum krafti skv. stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar.
Nánar05.01.2009
Málgarður
Hvetjum alla til að kynna sér veftímaritið Málgarður en það var þróunarverkefni í grunnskólum Garðabæjar skólaárið 2007 til 2008. Veftímaritið inniheldur fjölbreytt skrif nemenda,
Nánar19.12.2008
Gleðileg jól
Starfsfólk Hofsstaðaskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir góðar stundir á liðnum árum. Kennsla hefst aftur að jólaleyfi loknu þriðjudaginn 6. janúar skv. stundaskrá.
Nánar19.12.2008
Jólaskemmtanir
Föstudaginn 19. desember mættu nemendur og starfsfólk skólans prúðbúið í skólann á jólaskemmtanir sem ávallt eru haldnar síðasta skóladag fyrir jólaleyfi.
Nánar19.12.2008
Samræmdu prófin
Við í Hofsstaðaskóla erum mjög ánægð með árangur okkar nemenda í samræmdum prófum frá í haust. Mjög margir nemendur í 7. bekk sýndu góðar framfarir frá því í 4. bekk bæði í íslensku og stærðfræði.
Nánar17.12.2008
Lampakeppni
Í vetur hrintu þær stöllur Ester textílmenntakennari og Sædís smíðakennari úr vör tilraunarverkefni í vali í 7. bekk.
Nemendum var falið að hanna lampa og fengu til þess aðstoð og leiðbeiningar
Nánar17.12.2008
Myndarleg gjöf
Skólanum barst á dögunum myndarleg gjöf frá foreldrafélagi skólans. Það voru græjur sem gera okkur kleift að stjórna flottu diskóteki í salnum. Þorgeir Axelsson gjaldkeri foreldrafélagsins afhenti Margréti Harðardóttur þessa veglegu gjöf
Nánar17.12.2008
Rauður dagur
Í dag miðvikudaginn 17. desember er rauður dagur í Hofsstaðaskóla. Nemendur jafnt sem starfsfólk var hvatt til að mæta í einhverju rauðu og það er greinilegt að allir hafa tekið áskoruninni
Nánar15.12.2008
Aðventumessa
Nemendur Hofsstaðaskóla voru í aðalhlutverki í aðventumessu í Vídalínskirkju sunnudaginn 7. desember. Boðið var upp á söng og hljóðfæraleik og lesin voru frumsamin ljóð og sögur. Börnin stóðu sig með afbrigðum vel eins og þeirra er von og vísa.
Nánar08.12.2008
Föndrað í tómstundaheimilinu
Nú er búið að vera mikið að gera í tómstundaheimilinu við að föndra skó í gluggann. Börnin hafa komið með gamla skó að heiman, málað þá og skreytt með glimmeri og öðru skreytingarefni.
Nánar08.12.2008
Símkerfið bilað
Því miður er símkerfi skólans bilað í augnablikinu. Við biðjumst velvirðingar á því en viðgerð stendur yfir. Við bendum á að mögulegt er að senda tölvupóst á skrifstofu skólans hskoli@hofsstadaskoli.is , sem og aðra starfsmenn ef þarf.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 4
- 5
- 6
- ...
- 14