25.03.2013
Fjör hjá 3. bekk
Það var nóg um að vera hjá nemendum 3. bekkja rétt fyrir páska. Haldið var svokallað prjónakaffi en þá mættu pabbar, mömmur og ömmur og hjálpuðu krökkunum að prjóna. Síðar sama dag var spiluð félagsvist. Gunnhildur Þórðardóttir kennari og nemendur...
Nánar22.03.2013
Stöðvavinna í 2. RJ
2. RJ hefur síðustu vikur unnið í stöðvavinnu þar sem nemendur fóru í allskonar verkefni í ritun og stærðfræði. Unnið var í litlum hópum og fóru nemendur á milli fimm stöðva í samvinnu við sérkennara skólans. Á stöðvunum var meðal annars stuðst við...
Nánar20.03.2013
Gulur dagur
Í Hofsstaðaskóla hafa gegnum tíðina skapast ýmsar hefðir. Ein þeirra er að síðasti kennsludagur fyrir páska er gulur dagur.
Föstudaginn 22. mars eru starfsmenn og nemendur hvattir til þess að mæta í einhverju gulu eða með eitthvað gult í skólann...
Nánar18.03.2013
Verðlaunaverkefni eTwinning
Anna Magnea Harðardóttir umsjónarkennari í 5. AMH hélt til Lissabon þann 13. mars til að taka þátt í árlegri hátíð eTwinning. Á hátíðinni er m.a. veitt verðlaun fyrir bestu eTwinning verkefni ársins í nokkrum flokkum. Í ár komu nokkrir íslenskir...
Nánar18.03.2013
Kynningafundir foreldra nýnema
Þriðjudaginn 14. mars var opið hús í skólanum fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk næsta haust. Byrjað var á kynningu á starfi skólans í salnum en um kynninguna sáu nemendur í 4. 5. og 6. bekk. Þeir sögðu frá skólanum sínum og sýndu myndir...
Nánar18.03.2013
Dagblaðaverkefni í 3. bekk
Vikuna 3.-8. mars unnu krakkarnir í 3.bekk að verkefni sem heitir ,,Dagblöð í skólum“ (DÍS). Það er í tengslum við samstarfsverkefni dagblaðaútgefenda á Íslandi og fræðsluyfirvalda. DÍS vinnur að útgáfu og fræðslumálum þar sem dagblöð eru notuð sem...
Nánar12.03.2013
Opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk haustið 2013
Kynningarfundur verður í hátíðarsal skólans fimmtudaginn 14. mars kl. 17:30- 18:30. Nemendur kynna skólann sinn og segja frá því sem þeim finnst markverðast í starfinu. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann og tómstundaheimilið í...
Nánar11.03.2013
Comeníusar heimsókn
Síðastliðinn fimmtudag komu í heimsókn til okkar 19 kennarar frá 6 þjóðum. Þetta voru fulltrúar Rúmeníu, Bretlands, Tyrklands, Belgíu, Kýpur og Spánar sem taka þátt í Comeníusarverkefninu Rainbow tree-Regnbogatré með okkur. Hópurinn var í skólanum á...
Nánar07.03.2013
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6. mars s.l. Þar kepptu níu nemendur í 7. bekk um að verða fulltrúar Hofsstaðaskóla á lokahátíðinni sem haldin verður þriðjudaginn 19. mars n.k. á...
Nánar06.03.2013
Skólahald á morgun 7. mars
Ágætu foreldrar,
meginreglan varðandi skólastarf í óveðri er að foreldrar taka ákvörðun um hvort þeir senda börn sín í skólann. Skólinn er alltaf opnaður að því gefnu að starfsmenn komist til vinnu.
Nánar06.03.2013
Skólahald í dag
Kæru foreldrar í Hofsstaðaskóla
Vegna veðurs er öllum börnum haldið inni í skólanum í dag og þau fara ekki út.
Foreldrar eru beðnir um að sækja sín börn í skólann og fer enginn út nema hann sé sóttur.
Nánar04.03.2013
Gestir frá 6 þjóðlöndum
Miðvikudaginn 6. mars koma til landsins góðir gestir frá 6 þjóðlöndum. Þetta eru kennarar frá: Rúmeníu, Bretlandi, Tyrklandi og Spáni sem taka þátt í Comeniusarverkefninu Regnbogatré með okkur í Hofsstaðaskóla. Gestirnir verða í skólanum hjá okkur...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 4
- 5
- 6
- ...
- 60