Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

11.04.2014

Boðsundkeppni grunnskólanna

Boðsundkeppni grunnskólanna
Þriðjudaginn 8. apríl tóku 16 nemendur úr Hofsstaðaskóla þátt í Grunnskólamóti SSÍ í sundi í Laugardalslaug. Um boðsundkeppni var að ræða og var hver sveit skipuð átta nemendum, fjórum drengjum og fjórum stúlkum úr 5.-7.bekk. Synt var í 8x25 metra...
Nánar
11.04.2014

Nemendur í 5.GP fengu góðan gest

Nemendur í 5.GP fengu góðan gest
Rannveig móðir Emblu í 5. GP í Hofsstaðaskóla fór til Malaví í desember á vegum Rauða krossins. Nemendur í 5. GP teiknuðu myndir og sendu með henni ásamt fleira lítilræði. Í síðustu viku kom síðan Rannveig í heimsókn í bekkinn og fræddi nemendur um...
Nánar
07.04.2014

Árshátíð 7. bekkja

Árshátíð 7. bekkja
Árlega árshátíð 7. bekkja Hofsstaðaskóla var haldin fimmtudaginn 3.apríl þar sem nemendur buðu foreldrum til hátíðar. Hollywood var þema árshátíðarinnar og skemmtiatriði voru hæfileikakeppni þar sem fjórtán atriði tóku þátt. Veittar voru...
Nánar
07.04.2014

Hreyfimyndagerð í ensku í 6. bekk

Hreyfimyndagerð í ensku í 6. bekk
Nemendur í enskuhópunum í 6. bekk völdu sér lag til að túlka í Stop motion mynd (hreyfimyndagerð). Krakkarnir unnu saman í tveggja til þriggja manna hópum og fékk hver hópur eina spjaldtölvu með Stop motion smáforritinu (sem er frítt í App store)...
Nánar
05.04.2014

Gulur dagur í Hofsstaðaskóla

Gulur dagur í Hofsstaðaskóla
Í Hofsstaðaskóla hafa gegnum tíðina skapast ýmsar hefðir. Ein þeirra er að síðasti kennsludagur fyrir páska er gulur dagur. Föstudaginn 11 apríl eru starfsmenn og nemendur hvattir til þess að mæta í einhverju gulu eða með eitthvað gult í skólann...
Nánar
04.04.2014

Hreinsun skólalóðar

Hreinsun skólalóðar
Nemendur í 1.bekk í skólanum fengu það hlutverk í vikunni að tína rusl á skólalóðinni, en öllum bekkjum skólans er úthlutuð ein vika í senn til að sinna tiltekt og yfir skólaárið er ákveðið skipulag sem kennarar fylgja eftir. Það er mikilvægt að...
Nánar
03.04.2014

Lestrarsprettur 1. bekkja

Lestrarsprettur 1. bekkja
Nú er lestrarspretti hjá 1.bekk lokið. Meðan á lestrarsprettinum stóð var áhersla lögð á að börnin læsu meira en venjulega , bæði heima og í skólanum. Börnin klipptu út laufblað fyrir hverjar 15 mínútur sem þau lásu.
Nánar
24.03.2014

Opið hús fyrir nýnema

Opið hús fyrir nýnema
Fimmtudaginn 20. mars var opið hús í skólanum fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk haustið 2014. Byrjað var á stuttri kynningu á starfi skólans í salnum en um kynninguna sáu nemendur í 6. bekk. Þeir sögðu frá skólanum sínum og sýndu myndir...
Nánar
24.03.2014

Glæsilegur árangur á Íslandsmóti í skák

Glæsilegur árangur á Íslandsmóti í skák
Skáklið Hofsstaðaskóla náði glæsilegum árangri á Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem haldið var um helgina en liðið lenti í 4. sæti. Væntanlega er þetta besti árangur skólans í sögu mótsins. Liðið fékk 24 vinninga af 36 mögulegum og var...
Nánar
21.03.2014

Lundaból í heimsókn

Lundaból í heimsókn
Í verkefninu Brúum bilið koma elstu börn í leikskólunum, Lundabóli, Hæðarbóli og Ökrum, í reglulegar heimsóknir í skólann til okkar. Í síðustu heimsókn fengu þau að skoða sig um í tómstundaheimilinu Regnboganum og borða hádegismat með nemendum. Í dag...
Nánar
21.03.2014

Heimsókn í 365 miðla

Heimsókn í 365 miðla
Þriðjudaginn 18. mars skelltu nemendur í 7. ÓP sér í heimsókn í 365 miðla. Þar kynntu þeir sér starfsemi fjölmiðlaveldisins og fengu fræðslu um fyrirtækið og sögu fjölmiðla á Íslandi. Nemendur fengu svo að kíkja í hljóðver Bylgjunnar, Létt Bylgjunnar...
Nánar
19.03.2014

Skóladagatal 2014-2015 samþykkt af skólaráði

Skóladagatal 2014-2015 samþykkt af skólaráði
Skólaráð Hofsstaðaskóla samþykkti skóladagatal skólaársins 2014-2015 á fundi sínum 19. mars. Skóladagatöl leik- og grunnskóla í Garðabæ eru samræmd hvað varðar skipulagsdaga og hefur skólanefnd grunnskóla Garðabæjar samþykkt dagatalið.
Nánar
English
Hafðu samband