16.12.2013
Jólaskemmtanir 20. desember 2013
Jólaskemmtanir verða föstudaginn 20. desember. Nemendur mæta í sparifötum á skemmtunina og hefðbundin stundaskrá fellur niður.
Nánar13.12.2013
1. bekkur heimsækir vinaleikskóla á aðventunni
Hofsstaðaskóli á þrjá vinaleikskóla, Hæðarból, Akra og Lundaból. Nemendur sem voru á þessum leikskólum heimsóttu sína leikskóla og einnig nemendur sem voru á öðrum leikskólum. Það má með sanni segja að það hafi verið mikið um fagnaðarfundi og margir...
Nánar12.12.2013
Afburðaárangur í Pisa
Gunnar Einarson bæjarstjóri í Garðabæ skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og á vef Garðabæjar. Þar fjallar hann um góðan árangur skólakerfisins í bænum sem skilar frábærum niðurstöðum í PISA 2012. Könnunin hefur mikið verið í fréttum...
Nánar06.12.2013
Rithöfundar í heimsókn
Rithöfundarnir Birgitta Elín Hassel og Hilmar Örn Óskarsson komu í heimsókn á bókasafn Hofsstaðaskóla og lásu upp úr nýútgefnum bókum sínum fyrir nemendur í 4.-7. bekk.
Birgitta las upp úr bók sinni Gjöfin fyrir nemendur í 6.-7. bekk. Gjöfin er úr...
Nánar06.12.2013
Laufabrauðsbakstur fellur niður
Laufabrauðsbakstur á vegum foreldrafélagsins sem vera átti á morgun laugardaginn 7. desember fellur niður vegna vatnstjóns sem varð í skólanum. Settir hafa verið upp blásarar víðs vegar um skólann til að þurrka það sem hægt er. Blásararnir verða að...
Nánar06.12.2013
Vatnstjón
Í morgun flæddi vatn niður af háalofti skólans í stofur á efri og neðri hæð. Rúnar húsvörður brást skjótt við og kallaði til pípulagningarmann og slökkviliðið til að sjúga vatnið upp. Farið var í að bjarga öllu því sem hægt var að bjarga og unnu...
Nánar05.12.2013
Hvar er Stekkjarstaur?
Í byrjun aðventu nutu nemendur í 1. og 2. bekk þess að horfa á jólaleikritið „Hvar er Stekkjarstaur? „ eftir Pétur Eggerz. Leikritið fjallar um Höllu sem fer að athuga hvernig standi á því að jólsveinninn Stekkjarstaur hafi ekki skilað sér til...
Nánar04.12.2013
UNICEF – leikfangasöfnun í Hofsstaðaskóla 3.-10. desember
Ungmennaráð Unicef á Íslandi stendur fyrir leikfangabasar á Borgarbókasafninu í Reykjavík, þann 19. janúar n.k. Unicef óskaði eftir þátttöku Hofsstaðaskóla í verkefninu og ákveðið var að taka vel í það. Ákvörðun um það má rökstyðja með grunnþáttum og...
Nánar04.12.2013
1. bekkur á Árbæjarsafni
Í lok nóvember fóru nemendur í 1. bekk á sýninguna Senn koma jólin í Árbæjarsafnið. Þar fengu þeir fræðslu um jólaundirbúning og jólahald í gamla daga. Börnin fóru í býlið Árbæ og skoðuðu þar m.a. gamla fjósið og baðstofuloftið. Einnig skoðuðu þau...
Nánar03.12.2013
Jólin alls staðar
Miðvikudaginn 4. desember tekur kór Hofsstaðaskóla þátt í tónleikum “Jólin alls staðar” sem haldnir verða í Vídalínskirkju. Þar mun kórinn syngja með í nokkrum lögum. Eldir kórfélagar sem nú eru nemendur í Garðaskóla bætast í hópinn og syngja með...
Nánar03.12.2013
Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla
Laugardaginn 7. desember kl. 11-14 verður sannkölluð jólastemning í sal skólans og falleg jólalög munu óma í salnum við laufabrauðsgerðina. Kaffi, djús og piparkökur verða á boðstólum.
Nánar22.11.2013
Gestir frá japanska sendiráðinu
Miðvikudaginn 20. nóvember komu til okkar góðir gestir frá japanska sendiráðinu. Þetta voru þau Eri Yamashita og Bragi Ólafsson. Þau komu til að kynna sér nýsköpun og upplýsingatækni í skólanum. Þau kíktu inn í kennslustund hjá nemendum í 5. bekk þar...
Nánar