Skákklúbbur Hofsstaðaskóla

Íslandsmóti barnaskóla sveita (1. til 7. bekkur) fór fram í byrjun apríl og geta 
skáksveitir Hofsstaðaskóla vera ánægðar með árangur sinn. Samtals kepptu 41 
skáksveit á mótinu. Hver sveit keppti á 4 borðum og voru 9 umferðir. 
Mögulegir vinningar voru því 36. Sveitir Hofsstaða skóla skipuðu sér í 
eftirfarandi sæti. 
Hofsstaðaskóli A sveit, 9 sæti með 20 vinninga 
Hofsstaðaskóli B sveit, 28 sæti með 16,5 vinninga 
Hofsstaðaskóli C sveit, 35 sæti með 15 vinninga 
Í allt voru það 20 börn úr 2, 3, 4, 5 og 6 bekk Hofsstaðaskóla sem tóku 
þátt. Af þeim höfðu 6 áður teflt á móti þannig að 14 tefldu hér á sínu 
fyrsta skákmóti. 
Allt gekk þetta vel. Framkoma barnanna var öll til fyrirmyndar. Öll voru 
mætt á réttum tíma og sest við skákborðin á réttum tíma og komu í alla staða 
vel fram. Foreldrar virtust einnig skemmta sér vel og hjálpuðu til við að 
láta allt ganga upp m.a. með því að skipta á milli sín liðstjórn sveitanna. 
Sigurvegarar mótsins voru Rimaskóli A með 34 vinninga, annað sæti var 
Álfhólsskóli A með 26 vinninga og svo Melaskóli í þriðja sæti. 
Hérna er hægt að fleiri myndir
