Upphaf skólastarfs haustið 2014
Skrifstofa skólans er nú opin og undirbúningur skólastarfsins í fullum gangi. Vakin er athygli á skóladagatali ársins og atburðadagatali hér til hægri á síðunni. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst. 
Nemendur mæta á skólasetningu á eftirfarandi tímum: 
kl. 9.00      7. bekkur
kl. 9.30      6. bekkur
kl. 10.00    5. bekkur
kl. 10.30    4. bekkur
kl. 11.00    3. bekkur
kl. 11.30    2. bekkur
1. bekkingar verða boðaðir í samtal til umsjónarkennara 25. ágúst.
Nýir nemendur í 2. - 7. bekk verða boðaðir í samtal til umsjónarkennara fimmtudaginn 21. ágúst.
Innkaupalistar verða birtir hér á vefnum miðvikudaginn 20. ágúst.
Haustfundir með foreldrum verða 4. - 11. september.
