Forvarnavika í skólum Garðabæjar 10. - 14. október
Vakin er athygli forráðamanna á forvarnaviku í grunnskólum í Garðabæ 10.-14. október.  Þetta er í fyrsta sinn sem forvarnavika er haldin í Garðabæ og er athyglinni beint að net- og snjalltækjanotkun barna sem og mögulegum áhrifum á líðan þeirra.  Hver skóli skipuleggur fræðslu til nemenda í vikunni sem hæfir nemendum í hverjum aldurshóp og kennarar fá einnig fræðslu. 
Foreldrum er einnig boðið á opinn fræðslufund í forvarnavikunni, þriðjudaginn 11. október kl. 20-22 í Sjálandsskóla.  Á fundinum verður farið yfir skaðleg áhrif of mikillar net- og/eða snjalltækjanotkunar. Frekari upplýsingar um fundinn má finna hér 
Það eru Grunnstoð Garðabæjar og forvarnanefnd Garðabæjar sem standa fyrir fundinum og eru allir hvattir til að mæta.  
Í tilefni forvarnavikunnar verður hægt að heimsækja Hönnunarsafnið endurgjaldslaust vikuna 10.-14. október. Einnig verður ókeypis í sund fyrir börn og ungmenni þessa sömu daga. 
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum þann 11. október. 
Grunnstoð Garðabæjar, forvarnanefnd og grunnskólar Garðabæjar.
