Netið og samfélagsmiðlar
09.01.2018
Þriðjudaginn 9. janúar var haldin fræðslufundur fyrir nemendur í 4. bekk og aðstandendur þeirra um netið og samfélagsmiðla. Ingibjörg Jónsdóttir sem koma á vegum SAFT ræddi um örugga og jákvæða netnotkun við nemendur og aðstandendur þeirra og hvað Internetið er frábær upplýsingaveita og tæki til samskipta en einnig um ýmsar hættur sem mikilvægt er fyrir alla að þekkja. Nemendur voru hvattir til að kanna og njóta veraldarvefsins en fara varlega og fá foreldra sína til að aðstoða og stýra sér í netheimum. Einnig var rætt um mikilvægi þess að huga að tímanum sem þau eyða við skjáinn og nýta tíma sinn til skapandi og skemmtilegra hluta.Við viljum minna á vefsíðu Saft en þar er hægt að sækja upplýsingar og fræðsluefni.