Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti dagurinn í Hrútafirðinum

13.02.2018
Fyrsti dagurinn í Hrútafirðinum

Það var mikil eftirvænting hjá nemendum 7. bekkja og fylgdarliði þegar lagt var stað í Hrútafjörðinn í gærmorgun. Ferðalagið norður gekk mjög vel. Hrútafjörðurinn tók vel á móti hópnum með sól og blíðu og strax þegar komið var á staðinn var hafist handa við að koma sér fyrir.  Margir lögðu mikinn metnað í að skreyta herbergi sín með myndum, ljósaseríum, púðum og fleiru. Krakkarnir fóru svo í sína hópa og í þá fjölbreyttu dagskrá sem er skipulögð af starfsfólki skólabúðanna. Stemningin í hópnum er mjög góð og allt útlit fyrir líflega og skemmtilega daga framundan á Reykjum.

Okkur hafa borist nokkrar myndir sem komnar eru á myndasíðu 7. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English Nota mitt útlit
Hafðu samband