Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarhátíð 4. bekkja

16.05.2024
Lestrarhátíð 4. bekkja

Nú í vikunni var hin árlega Lestrarhátíð hjá nemendum í 4. bekk.  Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk.

Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær. Nemendur hafa því æft undir handleiðslu umsjónarkennara sinna í vetur.

Nemendur í 4. AH., 4. BSv og 4. R.J. bekk stigu á stokk vikuna 13.-17. maí og fluttu margvíslega texta, bæði einslega og í hópum. En í upphafi hátíðarinnar  hjá hverjum bekk var boðið upp á tónlistaratriði þar sem tónelskir nemendur spiluðu á hljóðfæri sem þeir eru að læra á.

Ekki er um eiginlega keppni að ræða í 4. bekk, en nemendur keppast við að bæta sig í lestri. Margvíslegur ávinningur hlýst af þátttökunni; þar má nefna bætt lestraröryggi, aukinn lesskilning, betri framburð og að nemendur bera sameiginlega ábyrgð á verkefninu. Aðstandendum er boðið á hátíðin til að hlýða á lesturinn og njóta léttra veitinga í lokin.

Nemendur stóðu sig með prýði og nutu viðstaddir stundarinnar saman.

Myndir frá hátíðinni hjá hverjum bekk er á myndasíðu 4. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband