Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ólympíuhlaup

25.09.2024
Ólympíuhlaup Nemendur Hofsstaðaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ föstudaginn 6. september í góðu veðri. Hlaupið var frá íþróttahúsinu Mýrinni niður að dælustöð við Reykjavíkurveg og til baka aftur sem eru 2,5 km. Hlaupið var tvískipt, yngra stig hljóp saman og miðstig saman. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólans til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Alls hlupu 451 nemandi og voru hlaupnir 1360 km. samtals sem þýðir að meðaltali 3,02 km á hvern nemanda.  Til gamans má geta þess að hringvegurinn um  Ísland um þjóðveg 1 er 1332 km og hlupu nemendur því rúmlega í kringum Ísland.

Til baka
English
Hafðu samband