Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skák í skólanum og skemmtilegt skákmót

04.12.2024
Skák í skólanum og skemmtilegt skákmótTalsverður áhugi er á skák hér í skólanum og eru 1. bekkingar sérstaklega áhugasamir. Formleg skákkennsla er í smiðjum í 2. og 4. bekk. Sigurlaug Stefánsdóttir umsjónarkennari í 4. bekk kennir skákina. Gott samstarf er við TG, Taflfélag Garðabæjar sem nú auglýsir árlegt Jólapakkamót.
Skráning er opin í jólapakkamótið 2024 sem verður eftir 11 daga. Keppnisflokkar eru fjölbreyttir og ættu að henta öllum krökkum t.d. peðaskák fyrir þau sem kunna ekki að máta.
Mótið verður í Miðgarði 14. desember. Sjá nánari upplýsingar á hlekknum.
Með kveðjur frá TG

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband