Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litlu jólin í Hofsstaðaskóla

11.12.2024
Litlu jólin í HofsstaðaskólaFöstudaginn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Dagurinn er styttri en hefðbundinn skóladagur og merktur þannig á skóladagatali.
Nemendur mæta kl. 9.00 og lýkur dagskrá kl. 11.00. Þá tekur frístundaheimilið við yngri börnunum og mikilvægt er að láta vita ef börnin koma ekki í Regnbogann þennan dag.
Litlu jólin fara þannig fram að nemendur eiga samverustund í umsjónarstofu og hafa með sér sparinesti. Sparinesti er sætabrauð og fernudrykkur. Gos og sælgæti er ekki leyfilegt.
Jólaball er í salnum og leikur skólahljómsveitin fyrir dansinum undir stjórn Unnar Þorgeirsdóttur tónmenntakennara og Birgis Ottóssonar húsvarðar. Nemendur dansa í kringum jólatréð og líkur eru á að jólasveinar kíki í heimsókn.
Haldin eru tvö jólaböll. Nemendahópnum er skipt í tvo hópa og yngri og eldri nemendum blandað saman. Á meðan hópur 1 er á fyrra jólaballinu er hópur 2 í samverustund í stofu. Á seinna jólaballinu er hópur 2 og þá er hópur 1 í stofu. Venju samkvæmt þá bregður bæði starfsfólk og nemendur sér í betri fötin þennan dag.
Jólaleyfi hefst að lokinni jólaskemmtun og mikilvægt er að börnin taki með sér heim útifatnað úr fatahengi við stofu og gögn úr skólatöskuskáp.
Frístundaheimilið Regnboginn er opið fyrir þau börn sem eru skráð dagana 23., 27., 30. desember og 2. janúar 2025.
Skólahald hefst á nýju ári föstudaginn 3. janúar skv. stundaskrá.
Skrifstofa skólans verður lokuð í jólaleyfinu en hægt er að senda tölvupóst með áríðandi málefnum.
Starfsfólk og stjórnendur þakka nemendum og forráðafólki innilega fyrir gott og gefandi samstarf á árinu og senda hlýjar jólakveðjur heim í hús.
Skólastjóri
Til baka
English
Hafðu samband