Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðileg jól

21.12.2024
Gleðileg jól

Starfsfólk og stjórnendur Hofsstaðaskóla senda nemendum, fjölskyldum þeirra og samstarfsfólki skólans bestu kveðjur og óskir um gleðilega jólahátíð og farsæl á nýju ári. 
Við þökkum gott og gefandi samstarf á árinu 2024.

7. bekkingar skreyttu piparkökuhús og settu upp sýningu í gluggakistum kennslustofanna sinna sem glöddu nemendur og starfsfólk í lok aðventunnar. Á myndunum má sjá alúð og hugmyndauki nemenda. 

Starfsfólk skólans er komið í jólafrí og er skrifstofan lokuð frá og með 23. desember til og með 2. janúar 2025. Brýn erindi má senda í tölvupósti sem er svarað eftir atvikum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar. 

Frístundaheimilið Regnboginn er opinn í jólaleyfinu og hafa foreldrar þeirra barna sem þar eru skráð fengið allar upplýsingar sendar í tölvupósti. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband