Skólastarf á vorönn 2025
.jpg?proc=ContentImage)
Skólastarf er hafið á nýju ári og fer vel af stað. Starfsfólk og stjórnendur þakka ánægjulegt og gefandi samstarf á liðnu ári og árum. Við bendum foreldrum á að fara vel yfir skóladagatalið og vekjum athygli á nokkrum dagsetningum. Miðvikudaginn 22. janúar er skipulagsdagur og þá fellur kennsla niður.
Mánudaginn 3. febrúar verða nemenda- og foreldrasamtöl og þá fellur kennsla niður. Nemendur mæta ásamt foreldrum í samtal með umsjónarkennara og stýra nemendur samtalinu. Regnboginn er opinn báða þessa daga frá kl. 8.30-16.30 og þarf að skrá börnin sérstaklega.
Vetrarleyfi grunnskóla er 17. - 21. febrúar, páskaleyfi frá 14. til 21. apríl. 20. maí er skipulagsdagur og skólaslit verða föstudaginn 6. júní. Nánari upplýsingar er að finna á skóladagatalinu.
Við vekjum athygli á skóladagatali næsta skólaárs 2025-2026 sem er birt hér til hægri á síðunni og má nálgast hér