Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn 2025

02.03.2025
Öskudagurinn 2025Öskudagurinn 2025 verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Stundatafla nemenda er lögð til hliðar og í hennar stað verða ýmsar stöðvar sem nemendur geta farið á milli, sjá hér fyrir neðan.
Dagskráin hefst kl. 9.00 og lýkur. kl. 11.55 með hádegisverði. Nemendur í 1. og 2. bekk borða í matsal en aðrir árgangar í bekkjarstofum. Á matseðlinum er pizza og fá nemendur tvær sneiðar á mann. Skóla lýkur kl. 12.15 og þá opnar Frístundaheimilið Regnboginn.
Nemendur eru hvattir til þess að mæta í búningum. Athugið að vopn sem tilheyra búningum eru ekki velkomin í skólann! Heimilt er að koma með sparinesti, sætabrauð og fernudrykk.
Eftirtaldar stöðvar eru á dagskrá: andlitsmálun, grímugerð, vinabönd og dúskar, kókoskúlur, spil og bækur, bíó, just dance og stuð, hreyfing og sköpun. Foreldrafélagið býður upp á myndabás.
Er það von okkar að allir skemmti sér vel á öskudaginn.
Til baka
English
Hafðu samband