Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilega páska

14.04.2025

Í upphafi páskaleyfis sendum við öllum nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og óskir um gleðilega páska. Við vonum að þið eigið góðar samverustundir framundan og nýtið þær vel.

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl og svo kemur Sumardagurinn fyrsti fimmtudaginn 25. apríl,  þá fellur kennsla niður. Í vikunni þar á eftir er aftur frídagur á fimmtudegi 1. maí, verkalýðsdeginum. Þriðjudaginn 20. maí er skipulagsdagur og þá fellur kennsla niður en frístundaheimilið Regnboginn er opið og þarf að skrá börnin þann dag. Vorferðir verða á dagskrá í lok maí og verða auglýstar sérstaklega innan hvers árgangs. Síðasti kennsludagur vorsins er fimmtudagur 6. júní og þá er útivistar- og íþróttadagur. Skólaslit verða föstudaginn 7. júní fyrir hádegi. Við vekjum athygli á viðburðadagatali á vefsíðu skólans þar sem birtir eru helstu viðburðir sem framundan eru. Nýjar myndir eru komnar á vefinn og í myndasafnið okkar. Skóladagatal næsta skólaárs er að finna á vefsíðunni og gott er að fara yfir það og átta sig á því hvernig það lítur út.

Gleðilega páska
Stjórnendur og starfsfólk

Til baka
English
Hafðu samband