Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Velheppnað skákmót

29.04.2025
Velheppnað skákmótSkákmót Hofsstaðaskóla var haldið í dag. Þátttakendur voru 75 úr 1. til 7. bekk. Okkur er sagt að þetta sé fjölmennasta skákmót sem haldið hefur verið um langa hríð. Keppt var í tveimur flokkum. Í yngri flokki eru nemendur í 1. til 3. bekk og í eldri flokki nemendur í 4. til 7. bekk. Tefldar voru 6 umferðir og urðu úrslitin eftirfarandi.
Yngri flokkur
1. sæti Þorvaldur Orri Haraldsson 3. RJ
2. sæti Jakob Þór Emilsson 3. RJ
3. sæti Benjamín Daði Atlason 3. RJ
Eldri flokkur
1. sæti Brynjar Þór Sævarsson 6. HSA
2. sæti Róbert Óliver Björnsson 7. GHS
3. sæti Birkir Leó Björnsson 5. MH
Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og öllum þátttakendum líka því það að taka þátt í skákmóti er ákveðinn sigur fyrir hvern og einn.
Bestu þakkir sendum við þeim Emil, Hallgrími og Haraldi sem eru feður í 3. RJ. Þeir sáu um mótið, stilltu öllu upp og stýrðu. Með þeirra hjálp varð umgjörðin glæsileg og mótið skemmtilegt. Myndir frá mótinu er að finna á myndasíðu skólans hér til hægri á síðunni. 
Til baka
English
Hafðu samband