Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. sætið í Stóru upplestrarkeppninni

09.05.2025
1. sætið í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ fór fram í Flataskóla fimmtudaginn 8. maí. 10 keppendur frá fimm grunnskólum tóku þátt í keppninni. Þau lásu texta úr bókinni Draumur eftir Hjalta Halldórsson og ljóð úr ljóðasafni. Loks lásu keppendur ljóð að eigin vali. Lesarar í ár voru firnasterkir og var val dómnefndar allt annað en auðvelt. Öll sem kepptu eru sigurvegarar og svo sannarleg framúrskarandi hópur. Keppendur frá Hofsstaðaskóla voru tveir þær Auður Óttarsdóttir og Sara Margrét Þorsteinsdóttir. Varamaður þeirra var Arnar Ze Guðfinnsson. 

Auður varð í 1. sæti keppninnar og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.
Í öðru sæti varð Hallveig Karen Eik Gísladóttir úr Urriðaholtsskóla og í þriðja sæti Ronja Sif Smáradóttir úr Álftanesskóla.  

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband