Skila bókum á bókasafnið

Nú þegar styttist í skólaárinu viljum við hvetja nemendur og foreldra þeirra til að fara vel yfir heimilið og skólatöskuna og skila öllum bókum á bókasafn skólans og öllum námsbókum til kennara.
Kennarar eru með lista yfir þær bækur sem umsjónarnemendur eru með í láni og minna þau á að skila.
Það er mikill metnaður að skólasafnið geti boðið nemendum upp á fjölbreytt og skemmtilegt lesefni og fjárhagslegt tjón ef bækur skila sér ekki sem leiðir af sér minna úrval og færri bækur.
Síðasti skiladagur bóka hjá nemendum er föstudagurinn 30. maí og best að skila sem fyrst.
Tilvalið er að koma við á Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi og fá lánaðar bækur þar til að lesa í sumar . Mikilvægt er að öll börn lesi reglulega og týni ekki niður því sem þau hafa náð yfir skólaárið. Foreldrar eru fyrirmynd og það að börnin sjái þau lesa er jákvætt og hvetjandi fyrir lestraráhuga.
Lesum öll í sumar!
Skólastjóri