Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottri frammistöðu nemenda fagnað

29.06.2025
Flottri frammistöðu nemenda fagnaðÞað var líf og fjör í Sveinatungu á Garðatorgi þegar hópur nemenda úr skólum Garðabæjar kom saman til að taka við viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsum skólakeppnum fyrir hönd síns skóla.

Það var líf og fjör í Sveinatungu á Garðatorgi þegar hópur nemenda úr skólum Garðabæjar kom saman til að taka við viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsum skólakeppnum fyrir hönd síns skóla.

Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar veitti nemendum viðurkenningar með aðstoð Eddu Bjargar Sigurðardóttur, grunn- og tónlistarskólafulltrúa, og Guðbjargar Lindu Udengard, sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs. Þá hlýddu nemendur á frábært tónlistaratriði en Elijah Kristinn Tindsson söng lagið As the World Caves in, það er lagið sem hann söng þegar hann sigraði Samfés.

Eftir tónlistaratriðið var boðið upp á gómsætan ís og áttu nemendur og fulltrúar úr félagsmiðstöðvum og skólum bæjarins notalega stund úti á Garðatorgi.
Þau sem hlutu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í keppni fyrir hönd síns skóla eru:
Andrea Lind Kristjánsdóttir, Fanney Mjöll Kristjánsdóttir, Harpa Lind Kristjánsdóttir, Íris Hekla Einarsdóttir, Sóley Geirsdóttir og Ingibjörg Eva Hermannsdóttir sem lentu í 2. sæti í danskeppni Samfés. Þær eru nemendur í Álftanesskóla.

Ronja Sif Smáradóttir í Álftanesskóa sem varð í 3. sæti í stóðu upplestrarkeppninni.

Una Hannesdóttir og Kolbeinn Flóki Þórsson í Sjálandsskóla, þau lentu í 3. sæti í keppni Landverndar um umhverfisfréttamenn.

Hákon Bjarnar Eiríksson og Jón Þór Sanne Engilbertsson, nemendur í Sjálandsskóla, sem hrepptu fyrsta sætið í Greindu betur, keppni á vegum Hagstofunnar. Þess má geta að þeir höfnuðu svo í 6. sæti í Evrópsku tölfræðikeppninni í sínum aldursflokki. Verkefnið í úrslitunum fólst í að búa til tveggja mínútna myndband þar sem þátttakendur svöruðu spurningunni: Er Z-kynslóðin að breyta heiminum? Evrópudómnefndin mat alls 68 myndbönd.

Hallveig Karen í Sjálandsskóla sem varð í 2. sæti í Stóru upplestrarkeppninni.

Þorvaldur Orri Haraldsson, Jakob Þór Emilsson, Helgi Þór Hallgrímsson og Benedikt Dagur Freysson nemendur í Hofstaðaskóla sem unnu Íslandsmót grunnskólasveita í skák.

Ásdís Emma Egilsdóttir úr Hofstaðaskóla sem vann til verðlauna í Danskeppni Samfés í flokknum 10-12 ára einstaklingskeppni.

Auður Óttarsdóttir úr Hofstaðaskóla sem varð í 1. sæti í Stóru upplestrarkeppninni.

Íris Karenardóttir, með aðstoð Indígó Þorkelsdóttur og módelinu Sóleyju Völu Fjölnisdóttur, sigraði STÍL – hönnunarkeppni félagsmiðstöðva. Þær eru nemendur í Garðaskóla.

Elijah Kristinn Tindsson, sigurvegari Söngkeppni Samfés, nemandi í Garðaskóla.

Alexander Schram varð í 2.-3. sæti og Hákon Árni Heiðarsson varð í 1. sæti í Grunnskólakeppni í stærðfræði.

Þau eru nemendur í Garðaskóla.Í 1 sæti í verkefninu Umhverfisfréttafólk á vegum Landverndar urðu þær Íris Eva Björnsdóttir, Sóley Andradóttir, Hafdís Marvinsdóttir, Lovísa Björg Georgsdóttir og Agla Benediktsdóttir, nemendur í Garðaskóla.

Rakel Kara Ragnarsdóttir, Katla Lena Ólafsdóttir og Sara Dís Ingólfsdóttir, nemendur í Urriðaholtsskóla, lentu í 2. sæti í verkefninu Umhverfisfréttafólk á vegum Landverndar.

Alexandra Vilborg Thompson, nemandi í Urriðaholtsskóla, hreppti þriðja sætið í danskeppnin Samfés, í einstaklingskeppni 13 ára og eldri.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband