Skólasetning 2025

Nemendum og forráðafólki er boðið á skólasetningu föstudaginn 22. ágúst. Eins og síðasta haust verður haustfundur samhliða skólasetningu. Umsjónarkennarar taka á móti nemendum og forráðafólki í bekkjarstofum. Farið verður yfir ýmis atriði varðandi áherslur í skólastarfinu, skólareglur, skólabrag og samstarf heimila og skóla.
Tímasetning Árgangur Staðsetning
9.00 - 12.00* 1. bekkur 204, 205, 207
9.00 - 10.00 2. bekkur 109, 110, 111
10.00 - 11.00 3. bekkur 208, 209, 210
11.00 - 12.00 4. bekkur 220, 221, 222, 223
12.00 - 13.00 5. bekkur 113, 211, 219
13.00 - 14.00 6. bekkur 105, 106, 107, 108
14.00 - 15.00 7. bekkur 120, 121, 122, 123
*Nemendur mæta í litlum hópum til umsjónarkennara skv. fundarboði.
Fræðslufundur um lestur og haustfundur með forráðafólki í 1. bekk verður 9. september kl. 19:15.
Nemendur fá öll námsgögn í skólanum. 5. – 7. bekkur þarf að koma með pennaveski
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst og frístundaheimilið Regnboginn opnar.
Skólamatur verður áfram með hádegismatinn og opnar skráningin þegar nær dregur skólasetningu sjá www.skolamatur.is