Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rafræn skóladagatöl

07.09.2025
Rafræn skóladagatöl

Kæru foreldrar og forráðafólk,
Það er gaman að segja frá því að dagatöl leik- og grunnskóla Garðabæjar eru nú aðgengileg á rafrænu formi.
Sú nýjung gerir foreldrum og forráðafólki kleift að flytja skóladagatöl inn í sitt almanak með einföldum hætti, hvort sem það er í umhverfi Google, Apple eða Microsoft Outlook.
Markmiðið með því að bjóða upp á skóladagatöl í rafrænu formi er að veita foreldrum og forráðafólki góða yfirsýn yfir skólaárið á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Leiðbeiningar um hvernig er hægt að nálgast skóladagatöl Garðabæjar á rafrænu formi má finna á vef Garðabæjar.

Skóladagatal 2026-2027 er hér til hægri á síðunni. 


Til baka
English
Hafðu samband