Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Endurbætur á skólalóðinni

18.09.2025
Endurbætur á skólalóðinni

Endurbótum á fyrsta áfanga skólalóðarinnar er lokið og var svæðið opnað í dag 18. september við mikla gleði nemenda. Undirlag hefur verið endurnýjað, lagðir stígar og sett litríkt "grasteppi". Ný leiktæki, kastali, jafnvægistæki og rólur svo eitthvað sé nefnt auk bekkja og hnalla til að sitja á og spjalla. Eitt leiktæki sem var nýlegt er áfram á svæðinu enda er það í góðu standi. Það er klifurgrind sem foreldrafélag skólans gaf fyrir nokkrum árum. 

Nemendur fengu að skoða teikningarnar áður en hafist var handa og tekið var tillit til hugmynda þeirra að einhverju leiti. Næsti áfangi er að fara í hönnunarferli og fá nemendur líka að vera með í því. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband