Nemendastýrð foreldrasamtöl og skipulagsdagur 6. og 7. nóvember

Nemenda-og foreldrasamtöl fara fram fimmtudaginn 6. nóvember n.k. Kennsla fellur niður og mæta nemendur og foreldrar til umsjónarkennara í samtal sem nemandi og kennari hafa undirbúið saman. Frístundaheimilið Regnboginn er opinn en þar þarf að skrá börnin sérstaklega þennan dag. Óskilamunir nemenda liggja frammi í miðrými skólans.
Föstudaginn 7. nóvember er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og frístundaheimili eru lokuð. Starfsfólk skólanna fundar og vinnur að skipulagi skólastarfs. Eftir hádegið er Menntadagur í Garðabæ þar sem allir starfsmenn leik-og grunnskóla koma saman, hlýða á fyrirlestra. Verkefni sem hafa hlotið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla verða kynnt.
Mynd með fréttinni er tekin í fyrsta snjónum í síðustu viku.
