Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á barnið þitt nýjasta símann? – Foreldrakvöld 12. nóvember kl. 19:30

03.11.2025
Á barnið þitt nýjasta símann? – Foreldrakvöld 12. nóvember kl. 19:30

Þér er boðið í vinnustofu miðvikudaginn 12. nóvember kl. 19:30-21:30 í Hofstaðaskóla.
Skráning er hér:
Farsældarsáttmálinn - skráning á vinnustofu – Fill out form
Dagskrá kvöldsins:
• Fyrirlestur: „Stafrænt uppeldi“ - Sigurjón Már Fox Gunnarsson
Í fræðslunni er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að stafrænu uppeldi.
Sigurjón frá Heimili og Skóla muni bæði flytja fyrirlesturinn og fræða foreldra um Farsældarsáttmálann.
Umræður og vinnustofa: Hverjum árgangi verður skipt upp í minni hópa eftir árgöngum til að móta sína eigin sáttmála og mun Sigurjón aðstoða við þá vinnu.
Eitt af markmiðum foreldrafélagsins er að vera samstarfsvettvangur foreldra.
Því ætlum við að hittast – ekki til að ræða hver á nýjasta símann eða hver fær að vera lengst í tölvunni heldur til að skapa tengsl

Þegar börnin segja „Allir hinir fá að gera þetta!“ þá er gott að vita hverjir „allir hinir“ eru – og að við foreldrarnir séum í þessu saman.
Foreldrafélag Hofstaðaskóla er því að hefja spennandi verkefni sem snýr að því að efla tengsl foreldra og skapa vettvang þar sem við getum spjallað saman, deilt hugmyndum og mótað farsældarsáttmála sem styður farsæld barna okkar.
Af hverju skiptir þetta máli?
• Sterkt foreldrasamfélag dregur úr einangrun barna og eykur vellíðan.
• Sameiginlegar reglur og gildi skapa öryggi og traust.
Sjá nánar um farsældarsáttmálann og fræðsluefni hér:
Heimili og skóli – Um Farsældarsáttmálann.pdf - Google Drive
Við hlökkum til að sjá sem flest – þátttaka ykkar skiptir máli!
Foreldrafélag Hofstaðaskóla


Til baka
English
Hafðu samband