Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

25.01.2022

Nú stendur yfir þriðja lestrarkeppni grunnskólanna á vegum Samróms en henni lýkur á morgun miðvikudaginn 26. janúar. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla geta lesið inn fyrir sinn skóla. Við hvetjum alla til að taka þátt því miklu skiptir að fá framlög frá breiðum hópi og tryggja þannig að tæknin skilji raddir og framburð allra.

Hér á vefsíðu samróms má sjá stigatöfluna fyrir skólana og þar sjáum við að nemendur, foreldrar og starfsfólk Hofsstaðaskóla hafa lesið 3640 setningar. Betur má ef duga skal! Við hvetjum alla til að leggja sitt af mörkum og koma okkur ofar á stigatöflunni.

Nánar má lesa um Samróma hér á vefsíðunni þeirra https://samromur.is/ og þar er hægt að smella á Taka þátt og byrja að lesa!

Til baka
English
Hafðu samband