Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gullskórinn

13.10.2008
Gullskórinn

Hofsstaðaskóli tók þátt í verkefninu Göngum í skólann sem stóð frá 10. september til 8. október. Þátttaka nemenda var mjög góð en 85% nemenda komu annað hvort gangandi eða á hjóli í skólann þessa daga. Veittur var Gullskór fyrir besta árangur á yngra og eldra stigi. 6. LK fékk gullskóinn á eldra stigi en þar var þátttakan 98%. Á yngra stigi voru fjórir bekkir jafnir 2. HS, 3. ABR, 3. GP og 4. BS með 92% þátttöku og fá þeir allir viðurkenningarskjal. Nemendur úr  3. ABR tóku við gullskónum og síðan mun hann ganga á milli bekkja.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband