Góðir gestir
Starfsfólk úr Varmalandsskóla í Borgarfirði kom í heimsókn til okkar mánudaginn 10. nóvember. Þau komu til að kynna sér skólastarfið hjá okkur. Hópurinn byrjaði í tölvustofunni þar sem Margrét Harðardóttir, skólastjóri fór yfir stefnu skólans og skipulag, Margrét Einarsdóttir, deildarstjóri sérkennslu fór yfir sérkennsluna og Elísabet Benónýsdóttir, kennsluráðgjafi í UT yfir tölvu-og upplýsingatækni í skólanum. Eftir kynninguna var haldið í smá sýnikennslu hjá 4. R.S. en þau sýndu okkur dæmi um hvernig þau eru að nota gagnvirku Smartboard töfluna sína í náminu. Arnheiður Ösp deildarstjóri yngri deildar leiddi síðan gestina um skólann og sýndi þeim aðstæður og fræddi þau um starfið.
Við þökkum starfsfólki Varmalandsskóla kærlega fyrir komuna.