Uppskeruhátíð fjölgreindaleika
Á þemadögum Hofsstaðaskóla þann 19. og 20. nóvember síðastliðinn voru haldnir s.k. fjölgreindaleikar. Fyrir leikana var nemendum skipt niður í hópa þvert á skólann þannig að í hverjum hóp voru nemendur frá 1. og upp í 7. bekk. Elstu nemendurnir voru fyrirliðar.
Leikarnir fóru fram bæði í skólanum og í íþróttahúsinu Mýrinni. Hóparnir voru annan daginn í skólanum og fluttust milli stöðva en hinn daginn í íþróttahúsinu.
Liðin fóru á milli 34 stöðva og leystu ýmsar þrautir. Hefðbundið bókvit dugði ekki eitt og sér því þrautirnar reyndu á fjölbreytta færni. Það var mjög gaman að fylgjast með ýmsum skemmtilegum hæfileikum koma í ljós -líka hjá þeim sem e.t.v. ná ekki að láta ljós sitt skína í hefðbundnari verkefnum.
Nemendur í hverjum hópi þurftu að vinna saman og gefin voru stig fyrir frammistöðu hópsins. Fyrirliðum voru einnig gefin stig eftir frammistöðu og framkomu við stjórnun hópsins og stuðningi við yngri nemendur.
Allir stóðu sig mjög vel og voru kátir og duglegir þessa daga. Nemendur fengu tækifæri til að kynnast nemendum úr öðrum árgöngum skólans og hitta fjölda starfsmanna sem allir voru í skemmtilegum búningum þessa daga. Eftirtektarvert var hversu vel eldri nemendur stóðu sig gagnvart yngri nemendum skólans og þau yngri lærðu að þau eldri eru nú ekki sem verst.
Þriðjudaginn 25. nóvember var svo haldin uppskeruhátíð fjölgreindaleikanna. Nemendur og starfsmenn skólans komu saman á sal þar sem myndir frá leikunum rúlluðu á stóra tjaldinu meðan allir voru að koma sér fyrir. Síðan voru sungin nokkur lauflétt lög úr Singing Bee sem var ein af þrautunum sem nemendur áttu að leysa á leikunum. Hápunktur samkomunnar var þegar veitt voru verðlaun þeim liðum sem lentu í þremur efstu sætunum. Einnig fengu þeir fyrirliðar sem þóttu skara fram úr viðurkenningu. Að verðlaunaafhendingu lokinni stjórnaði Guðrún Pálsdóttir línudansi en allir nemendur lærðu þann dans á einni stöðinni á leikunum.
Fyrirliðarnir sem hlutu viðurkenningu voru þau Eiríkur Atli Hlynsson í 7. A.M.H. og Sara Margrét Jóhannesdóttir í 7. B.V. Þau voru til fyrirmyndar í alla staði. Hvöttu hópinn sinn vel áfram, leiðbeindu og studdu yngstu nemendurna.
Í fyrsta sæti lenti hópur sem kallaði sig Skokkandi eplin. Þennan gullhóp skipuðu:
Guðrún 6. B.Ó (fyrirliði), Harpa 7. B.V.( fyrirliði) , Katrín 1. Þ.Þ., Dagur Baldvin 1. I.S. Elísabet 2. H.S., Rebekka Rut 2. R.J., Iðunn 3. U.S., Birgir Steinn 4. B.S., Ólafur Hálfdán 4. R.S., Irma 5. Ó.H.G., Nanna Huld 6. Ó.P. og Þorgeir 7. A.M.H.
1. Sæti -hópur sem kallaði sig Skokkandi eplin
Í öðru sæti í silfurhópnum voru:
Hekla Mjöll 6. B.Ó., Salvör 7. E.P., Ingvi Freyr 1. Á.H., Árni 2. Á.S., Snædís 2. H.S., Hafsteinn 3. A.B.R., Amanda 3. U.S., Lahiru 4. B.S., Birta Líf 5. H.K., Guðmundur 5. Ö.M., Stefán Örn 7. A.M.H.
2. sæti -Silfurhópurinn
Í þriðja sæti í bronshópnum voru:
Almar 6. B.Ó., Hlynur 7. E.P., Nanna Kristín 1. Á.H., Katrín 2. Á.S., Fjóla Ýr 2. R.J., Theodóra Ýr 3. A.B.R., Hafrún 3. U.S., Arnar Snær 4. R.S., Huldar 5. H.K., Mónika 5. Ö.M. og Magnús 7. E.P.
3. sæti-Bronshópurinn
Skoðið endilega fleiri myndir frá fjölgreindarleikunum og uppskeruhátíðinni á myndasíðunni fyrir skólaárið 2008-2009