Ánægja með grunnskólana
Í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Garðabæ sl. sumar kom fram að Garðbæingar eru ánægðari með sitt sveitafélag en íbúar annarra sveitafélaga sem Capacent hefur spurt. Garðabær fær einkunnina 4,5 (á skalanum 1-5) þegar íbúar eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir eru með að búa í Garðabæ. Þetta er hæsta gildi sem mælst hefur í þjónustukönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir íslensk sveitarfélög frá árinu 2003.
Í heild eru niðustöðurnar mjög jákvæðar og hefur einkunn flestra þátta sem spurt er um hækkað frá síðustu könnun sem gerð var fyrir bæinn árið 2005.
Kannanirnar sýna ótvírætt að mikil ánægja er meðal foreldra og bæjarbúa almennt með starf grunnskólanna í bænum.
Þegar foreldrar grunnskólabarna hér í Garðabæ voru spurðir um viðhorf þeirra til ýmissa þátta í starfi grunnskólanna mældist ánægja þeirra í öllum tilvikum meiri núna en í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2005. Einkunnir grunnskólanna (í könnuninni) eru líka í öllum tilfellum hærri en meðaltal úr sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið í fleiri sveitarfélögum.
Gunnar Einarsson sendi skólatjórnendum bréf þar sem hann bað fyrir þakkir til starfsfólks skólans fyrir framlag þess að gera Garðabæ að jafn góðum stað að búa á og kannanirnar sýna okkur. Með bréfinu fylgdi smá glaðningur, karfa með ostum.
Í bréfinu hvatti Gunnar einnig starfsfólk til að halda áfram á sömu braut þannig að grunnskólar í Garðabæ haldi stöðu sinni sem skólar í fremstu röð á landinu.
Nálgast má skýrslur með niðurstöðum könnunarinnar á vef Garðabæjar