Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Föndrað í tómstundaheimilinu

08.12.2008
Föndrað í tómstundaheimilinu

Eftir mikla umhugsun var ákveðið að bjóða börnunum í tómstundaheimilinu að koma með gamla skó að heiman og skreyta þá.  Þessi undirbúningur er gerður með það í huga að skórnir séu tilbúnir fyrir 11. desember, eða áður en að Stekkjastaur kemur til byggða.  Mikið fjör hefur verið hjá okkur í þessum störfum og örtröð myndast við föndurhornið okkar.  Nú er hver að verða síðastur að koma með skóinn sinn til að mála og skreyta þar sem að nú eru aðeins þrír dagar fram að komu fyrsta jólasveinsins. 

Inni á myndasíðu tómstundaheimilisins er hægt að sjá svipmyndir frá þessu starfi okkar og hvetjum við alla til að kíkja á þær.

Við í tómstundaheimilinu.

Til baka
English
Hafðu samband