Jólaskemmtanir
Föstudaginn 19. desember mættu nemendur og starfsfólk skólans prúðbúið í skólann á jólaskemmtanir sem ávallt eru haldnar síðasta skóladag fyrir jólaleyfi.
Haldnar voru tvær jólaskemmtanir, ein fyrir yngri deild og önnur fyrir eldri. Nemendur mættu fyrst í sínar kennslustofur þar sem þeir hlýddu á jólasögu og spjölluðu við umsjónarkennara sinn. Síðan var haldið í samkomusal. Nemendur í 4. bekk sáu um skemmtiatriðin hjá yngri deild en dagskráin hófst að venju á helgileiknum. Hjá eldri deild var helgileikurinn sýndu aftur en svo tóku nemendur úr 7. bekk við með bráðskemmtilegt jólaleikrit.
Að lokum var dansað í kringum jólatréð við fagran undirleik tónmenntakennara og nokkurra nemenda.
Myndir frá skemmtununum eru komnar á netið. Kíkið endilega á þær hér